Fyrir iðnaðinn
Fyrir Iðnaðinn
Fitlet tölvurnar eru hentugar vinnutölvur fyrir iðnaðinn, sem keyra annað hvort með Windows-7/10 eða Linux-Mint stýrikerfunum. Tölvan er algjörlega hljóðlaus í vinnslu, þar sem hún inniheldur enga kæliviftu og rafmagnsnotkun er aðeins um 5-15 wött. Internettenging getur bæði verið um streng eða þráðlaus, auk þess sem tölvan er með Bluetooth tengingu og mjög fjölbreytilegir tengimöguleikar eru fyrir jarðartæki.


Fitlet 2 – Windows 10 Embedded Nýtt!
Fitlet2 er einstök viftulaus smátölva, búin með tvíkjarna (dual core) eða fjórkjarna (quad core) Intel Apollo Lake örgjörva. Með nýjustu tækni næst fram mikill áreiðanleiki í keyrslu þrátt fyrir að tölvan noti lítið rafafl. Fitlet2 er fallega hönnuð PC tölva sem er ætluð fyrir 24/7 tíma gagnavinnslu í mjög breiðu vinnsluhitastigi (-40 / + 85C).
Fitlet2 er ekki aðeins fullkomin tölva fyrir CCTV-stjórnunarbúnað eða iðnaðareftirlitskerfi, heldur er hún einnig góð IoT gátt fyrir byggingarsviðið, stjórntæki fyrir samgöngutæki og fyrir rauntíma stjórnun gagna, þökk sé Atom Apollo Lake örgjörvanum, sem er sérstaklega þróaður fyrir IoT heiminn.
1. Intel Atom x7-E3950 / 2,0 GHz
2. Intel Atom x5-E3930 / 1,8GHz
3. Intel Celeron J3455 / 2,3 GHz
RAM: 2 – 16 GB (að eigin vali)
SSD: 32 – 250 GB (að eigin vali)

Fitlet RM
Fitlet-RM tölvan er sérhönnuð til að vinna í erfiðum umhverfisaðstæðum.
Fitlet-RM er í 0,22 lítra málmkassa sem er sérstaklega styrktur til að þola mikið mekaniskt álag. Fitlet-RM hefur enga hreyfanlega íhluti, þökk sé óbeinni kælingu og SSD minni.
Þetta er því tölva sem er áreiðanlegri en flestar aðrar tölvur til að vinna í rykugu, ætandi eða röku umhverfi. Þessir eiginleikar gera fitlet-RM einnig frábært val til að vinna í sótthreinsuðu rými t.d. á spítölum.
RAM: 2 – 16 GB (að eigin vali)
SSD: 32 – 250 GB (að eigin vali)


MintBox mini PRO – Linux tölva á góðu verði.
Fyrirtækin Compulab og Linux Mint hafa átt samvinnu um að þróa Linux smátölvuna Mintxox Mini PRO frá árinu 2015. Síðan þá hefur bæði hugbúnaður og vélbúnaður þróast mikið. Linux Mint hugbúnaðurinn er nú í 18.útgáfu sem er sterkari og notendavænni en nokkru sinni fyrr. Fitlet-1 tölvan er undirliggjandi grunnur að MintBox mini PRO tölvunni hvað varðar útfærslu á örgjörva, tölvuhúsi og hönnun hitauppstreymis. MintBox tölvan er boðin hér í einni útgáfu, en hægt er að sérpanta fleiri útfærslur.
Örgjörvi: AMD A10 Micro-6700T
RAM: 8 GB (að eigin vali)
SSD: 120 GB (að eigin vali)
Stýrikerfi: LinuxMint
Stórhöfði 21, 110 RVK | 561 3233 | skjamynd@skjamynd.is
Hluti af Joroma hugbúnaðarhúsi | Kt: 640221-2160 | Vsk nr: 140439