Hugbúnaðurinn

Íslenskur hugbúnaður í yfir 14 ár

Skjámynd / skjánet

 

Skjábirtingar hugbúnaður okkar sem kallaður er “skjánet” er alfarið framleiddur af Skjámynd ehf hér á Íslandi. Hugbúnaðurinn hefur verið í stöðugri þróun í yfir 14 ár og er full samkeppnishæfur við önnur erlend skjákerfi (e. digital signage) af sömu gerð. Við hjá Skjámynd viljum meina að það sem við höfum framyfir erlenda samkeppnisaðila er nálægð við viðskiptavin, beint símanúmer og það metnaðarfulla markmið að veita frábæra þjónustu við hvert tækifæri.

Einfalt viðmót og ekkert flækjustig

Þar sem flestir notendur sem fara inn í kerfið til að stýra sínum birtingum eru einugins að vinna á afmörkuðu svæði þá felum við þær kerfis einingar sem eru þér óþarfi. Kerfis einingar og stillingar eru birtar eftir hvaða áskriftarleið er valin og hvaða réttindi notandi er með. Með því að vera með hæfileikaríkan hönnuð getum við haldið kerfinu einföldu og skilvirku fyrir notendur okkar.

Tölva og öpp

Öpp / samþætting

Innan kerfis erum við með svo kölluð öpp eða samþættingar. Þessi öpp eru notuð til dæmis til að stýra fundum í fundarkerfi með outlook eða google calendar, tengjast veðri til að birta hitastig við sundlaugar, ef færð á vegum er slæm birtist vegarkort yfir þann landshluta sem skjárinn er staðsettur með færð á vegum frá vegagerðinni, norðurljósa spá, mest seldu vörur í verslun/vef verslun, svona mætti lengi telja. Við erum sífelt að bæta við tengingum og erum með puttann á púlsinum yfir það hvað viðskiptavinir okkar vilja/þurfa.

Okkar eigið APP einfaldar uppsetningu

Við höfum gefið út okkar eigið app á google playstore fyrir android-tv / google-tv til að einfalda viðskiptavinum okkar uppsetningu og gerir notendum kleift að sjá alfarið um uppsetningu sjálf sé þess óskað. Við erum þó alltaf við símann og tölvupóst á hefðbundnum vinnutímum til að aðstoða við uppsetningu. Sé þess óskað er auðvitað hægt að fá tæknimann og eða hönnuð frá okkur í allt ferlið frá upphafi og út allan líftímann.

Við höfum gefið út okkar eigið app á google playstore fyrir android-tv / google-tv til að einfalda viðskiptavinum okkar uppsetningu og gerir notendum kleift að sjá alfarið um uppsetningu sjálf sé þess óskað. Við erum þó altaf við símann og tölvupóst á hefðbundnum vinnutímum til að aðstoða við uppsetningu. Sé þess óskað er auðvitað hægt að fá tæknimann og eða hönnuð frá okkur í alt ferlið frá upphafi og út allan liftíman.
skjamynd app
Hvarnig búnað á að velja

Hvaða búnaður hentar ?

Sú spurning sem við fáum hvað oftast er “Hvernig tölvu á ég að nota með skjákerfi/skjábirtingu” eða “þarf tölvu við sjónvarpstækið” það er ekki eitt algillt svar við þessum spurningum. Skjámynd ehf hefur rekið og sett upp skjákerfi í yfir langt yfir áratug, það er mikið af búnað sem við höfum farið í gegnum á þeim tíma og það hefur fengist skýr mynd á hvaða búnaður hentar hverju sinni, en það þarf alltaf að meta út frá hvað á að birta á skjáum hverju sinni.

Stórhöfði 21, 110 RVK | 517 5020 | skjamynd@skjamynd.is

Hluti af Joroma hugbúnaðarhúsi | Kt: 640221-2160 | Vsk nr: 140439