Vélbúnaður

Til að tryggja gæði skiptir sjónvörp, tölvur og annar búnaður miklu máli

Hvað tölvur eða sjónvarp hentar ?

 

Sú spurning sem við fáum hvað oftast er “Hvernig tölvu á ég að nota með skjákerfi/skjábirtingu” eða „þarf tölvu við sjónvarpstækið“ það er ekki eitt algilt svar við þessum spurningum. Skjámynd ehf hefur rekið og sett upp skjákerfi í langt yfir áratug, það er mikið af búnað sem við höfum farið gegnum á þeim tíma og það hefur fengist skýr mynd á hvaða búnaður hentar, en það þarf altaf að meta út frá hvað á að birta á skjáum að hverju sinni.

Þó við teljum upp hér það helsta þá viljum við minna á að það er altaf hægt að leita ráða hjá tæknimönnum okkar varðandi uppsetningar í gegnum síma 517-5020 eða með tölvupóst á skjamynd@skjamynd.is

Framúrskarandi Android vél

En sú Android tölva sem við mælum með í langflestum tilfellum er android s922X sem er sér framleidd fyrir skjákerfi. Tölvan þolir það að vera í gangi allan sólarhringin ásamt því að hafa öflugan örgjörva og gott vinnsluminni svo myndir skili sér í sem bestu gæðum og video séu ekki að hökta. Vélin er útbúin öflugu wifi og 1-Gb lan porti. Þessi vél er sér framleiddar og pöntum við þær inn til að tryggja gæði og áreiðanleika fyrir okkar viðskiptavini.

Windows vél fyrir hámarks afköst

Sú Windows tölva sem við mælum með er NUC I7 16 gb þessi vél hentar einstaklega vel þar sem keyra þarf myndefni á fleiri en einum skjá frá sömu tölvunni. Tölvan kemur með Windows 11 stýrikerfinu og Intel Iris grafík korti sem gerir hana einig sérstaklega hentulega fyrir skjábirtingar þar sem gæði, harði og áreiðanleiki skipta máli.

Stórhöfði 21, 110 RVK | 517 5020 | skjamynd@skjamynd.is

Hluti af Joroma hugbúnaðarhúsi | Kt: 640221-2160 | Vsk nr: 140439