Hótelkerfi
Hótelkerfið
Með skjánet hugbúnaðinum frá skjámynd er hægt að stýra birtingu efnis, þetta nýtist sérstaklega vel til að koma upplýsingum til gesta hótela. Með hótelkerfis hluta skjánets sem er sérsmíðaður fyrir hótel á Íslandi fæst en betri þjónusta við viðskiptavini ásamt því að einfalda hvernig hótel geta komið upplýsingum til skila til sinna gesta.
Hægt er að vera með birtinguna inn á öll herbergi gegnum coax/sjónvarps dreifikerfið og stillt sem aðal/fyrsta rás með því að staðsetja snjall tölvu frá Skjámynd í tækirými. Þannig eru ykkar upplýsingar það fyrsta sem gestir sjá þegar kveikt er á sjónvarpi í herbergjum. Einig er hægt að birta alt efni á skjáum víðsvegar um hótelið á einfaldann hátt svo framarlega að það sé rafmagn og net (þráðlaust eða snúru) til staðar.

Helstu eiginleikar
Eiginleikar kerfis eru fjölbreyttir og í raun ekki takmarkað við það sem við teljum upp heldur er ekkert því til fyrirstöðu að bæta við samþættingum við önnur kerfi, til dæmis ef það eru mörg sæti laus í dagsferð er hægt að sjálfvirkjavæða birtingu í kerfinu sem skilar sér í öll sjónvörp hótelsins. Hægt að koma helstu upplýsingum til viðskiptavina svo sem check-in/out eða hvort það sé laust herbergi í upgrade.
- Með kerfinu er hægt að bjóða uppá á sölu dagsferða með einföldum hætti, Sett er mynd með lýsingu og QR kóða sem hægt er að skanna með símanum og bóka beint gegnum kerfi líkt og tourdesk eða vefverslun og þannig einfalda starf móttöku.
- Hægt að koma upplýsingum til skila á einfaldan hátt með dreifingu gegnum loftnets kerfið, svo sem opnunartíma, happy hour, check-out time o.fl
- Fjöldi möguleika verður veitt sem grunn í kerfinu, má þar nefna að ef norðurljósaspá er hagstæð þá er það tilkynnt eða jafnvel ákveðinn “trigger” sem birtir auglýsingu sem hótel hefur sjálft sett inn.
- Ef færð er slæm á vegum sem dæmi þá er hægt að stilla svo að aðvaranir þess efnis birtast á skjá með tengingu við vegagerðina.
- Komu/brottfara tímar Flugs á flugvöllum landsins eftir ósk viðskiptarvina.

Stórhöfði 21, 110 RVK | 517 5020 | skjamynd@skjamynd.is
Kt: 650501 3570 | Vsk nr: 71242