Skjámynd

Um Skjámynd ehf

Skjámynd ehf á að baki 29 ára starfsemi á margmiðlunarsviði og er því elsta starfandi fyrirtækið á Íslandi í margmiðlun. Upphaflega var fyrirtækið byggt upp um rekstur „Upplýsingarásar hótelanna“ sem var upplýsingasjónvarpsdagskrá fyrir erlenda ferðamenn á hótelunum í Reykjavík. Í þessi 29 ár hefur markmiðið verið að fylgjast vel með tækniþróuninni og bjóða fullkomnustu lausnir sem í boði eru á hverjum tíma, samtímis að bjóða rekstrarlega hagstæðar lausnir.

Frá árinu 2009 hefur Skjámynd framleitt eigin hugbúnaði fyrir upplýsingakerfi. Þessi hugbúnaður er í stöðugri þróun og býður nú upp á fullkomið innskriftarkerfi til uppfærslu á margmiðlunarefni hvar sem skjáir eru staðsettir. Með því að vera framleiðandi hugbúnaðarins er Skjámynd fært um að leysa flest verkefni eftir óskum viðskiptavinarins.

Skjámynd selur einnig allan tækjabúnað sem þarf fyrir upplýsingakerfin, þ.e. skjái af öllum stærðum og gerðum, smátölvur og ýmsa aðra fylgihluti sem til þarf. Markmiðið er að veita viðskiptavinum Skjámyndar heildarlausnir, þar með talið alla þjónustu sem til þarf við reksturs upplýsingakerfis ásamt faglegri ráðgjöf.

Staðsetning

Stórhöfða 21, 110 Reykjavík
Gengið inn að framan og upp á 2.hæð

Einig er hægt að hafa samband í síma 517-5020 eða með tölvupóst skjamynd@skjamynd.is

Stórhöfði 21, 110 RVK | 517 5020 | skjamynd@skjamynd.is

Hluti af Joroma hugbúnaðarhúsi | Kt: 640221-2160 | Vsk nr: 140439