Fitlet RM

Fitlet RM er tæknilega uppbyggð mjög líkt og fitlet 1, en frábrugðin að því leitu að tölvuhúsið er sérstaklega styrkt til að þola mikið utanaðkomandi álag, auk þess að hún þolir hærra vinnuhitastig og meiri raka.
Passive-kæling gerir fitlet-RM færa um að vinna í óvenju breytilegu hitastigi eða á bilinu -40°C til 70°C. Viftulaus hönnun og þar af leiðandi ekkert innri loftstreymi gerir fitlet-RM mjög áreiðanlega tölvu í rykugu, ætandi eða röku umhverfi. Þessir eiginleikar gera  fitlet-RM einnig frábært val til að vinna í sótthreinsuðu rými t.d. á spítölum.

Stærð tölvunnar er 112 mm x 84 mm x 24mm.

 

(8GB / 32GB)    126.522 kr +vsk.

Mikið utanaðkomandi álag

 

Tölvuhús fitlet-RM er sérstaklega styrkt til að þola mikið utanaðkomandi álag, ryk og raka.

DIN festing

Hægt er að fá DIN festingu fyrir fitlet RM.
Þá er hægt að festa eða losa tölvuna frá DIN-skinnunni án þess að nota nokkurt verkfæri.

Einnig er til einföld veggfesting fyrir Fitlet-RM

Aukinn áreiðanleiki

Fyrirtækið CompuLab er brautriðjandi á tölvum með blásturslausri kælingu. Húsið sem er notað sem kæliplata er í öllum tilfellum út málmi sem er varmaleiðandi. Þessi hönnun hefur mjög marga kosti fram yfir hefðbundna kælingu með viftu eins og algengast er í stórum tölvum.
fitlet RM tölvan hefur engan hreyfanlegan íhluta þannig að það skapast ekkert slit í henni við keyrslu. Það er ekkert innra loftstreymi nálægt íhlutunum (fitlet RM2 hefur engin loftræstingu) svo æting er hverfandi. Að nota ekki viftu til kælingar minnkar verulega bilanahættu tölvunnar. Þar sem engin öldrun á sér stað í fitlet RM tölvunni, býður Compulab 5 ára ábyrgð varðandi framleiðslugalla.

Rekstur á breiðu hitastigi

Filtet RM er fyrsta litla tölvan sem getur starfa í umhverfishitanum -40 ° C til 70 ° C. Að auki er notaður örgjörvi sem getur unnið við mikinn hita. Rekstraöryggi tölvunnar er því mikið þrátt fyrir að hún vinni í heitu umhverfi.

Ryk og rakaþol

Fitlet RM er viftulaus og þar af leiðandi er ekkert loftstreymi nálægt rafeindaíhlutum, engir hreyfanlegir hlutir, síur eða þéttingar sem fyllast af uppsöfnuðum ryki og stíflast. Þetta gerir fitlet RM tilvalda tölva til að setja upp í rykugu eða röku umhverfi sem annars myndi stytt líf hefðbundinnar tölvu.

Hljóðlaus vinnsla

Þar sem enginn hreyfanlegur íhluti er í fitlet RM tölvunni þá vinnur hún fullkomlega hljóðlaust, óháð aldri og vinnuálagi.

ON/OFF rofi

 

Ef tölvan er staðsett þar sem erfitt er að komast að henni þá er hægt að tengja sérstakan rofa við hana sem kemur í stað ON/OFF rofans í tölvunni. Þennan rofa er hægt að staðsetja á þægilegum stað þar sem hann tengist með nokkuð langri línu. Hægt er að gera rofann í tölvunni óvirkan á mekaniskan hátt.

Aflgjafi

fitlet-RM getur unnið á inntaksspennunni +10 til 15 Volt DC (æskileg spennar er 12 VDC).

Spennutengi tölvunnar hefur sérstakan snúningslás til að koma í veg fyrir óviljandi straumrof.

UPS: Hægt er að fá keyptan UPS (uninterruptible Power Supply) sem er hlaðanleg öryggisrafhlaða sem veitir öryggisafl ef aðal aflgjafinn bilar eða spenna lækkar óviðunandi mikið af einhverri ástæðu.

Fitlet RM - Tækniupplýsingar:

Örgjörvi:   AMD A10 Micro-6700T SoC / 64-bit quad core

Tíðni:   1.2GHz (boost up to 2.2GHz)

RAM:   Up to 16GB Non-ECC DDR3L-1333 (1.35V)

Minni:   1x mSATA slot up to 6 Gbps (SATA 3.0)
1x eSATAp (powered & USB combo) up to 6 Gbps (SATA 3.0)

Skjákort:   GPU AMD Radeon R6 Graphics / Dual display mode supported
Display Interface 1 HDMI 1.4a up to 1920 x 1200 @ 60Hz
Display Interface 2 HDMI 1.4a up to 1920 x 1200 @ 60Hz

Hljóð:   Realtek ALC886 HD audio codec

Hljóðútgangur:   Analog stereo útgangur
Digital 7.1+2 channels S/PDIF output
3.5mm jack

Hljóðinngangur:   Analog stereo hljóðnema inngangur
Digital S/PDIF inngangur
3.5mm jack

LAN nettenging:   2x GbE LAN ports (RJ-45)

WiFi þráðlaus tenging:   WLAN 802.11ac (2.4/5GHz dual band Intel 7260HMW)

Bluetooth 4.0:   WLAN 802.11b/g/n WiFi module

USB-tengi:   2x USB 3.0  /  4x USB 2.0

Serial-tengi:   1x Serial communication port
COM1:   RS232 via mini serial connector

SD-tengi:   Micro-SD slot support SD/SDHC cards  /  Transfer rates up to 25 MB/s

Special I/O:   1x micro SIM slot (6 pins)2

Fyrir aukaminni:   1x Full-size mSATA socket (low profile)  /  1x Half/Full-size mini-PCIe socket (high profile)

Special aðgerðir:    Auto-On
Wake-on-LAN
Wake-on-Timer
PXE Boot
Watchdog
Remote power button

Stýrikerfi:    Windows 7/8/10, 32-bit and 64-bit, Embedded OS  eða Linux 32-bit og 64-bit

Vinnuspenna:   10 – 15VDC (æskileg spenna = 12 VDC)

Afl:   4.5W-10.5W

Umhverfishiti:
1. Commercial (SSD inside): 0°C to 40°C
2. Extended (TE), (SSD inside): -20°C to 70°C
3. Industrial (TI), (SSD inside): -40°C to 70°C
2. Extended (TE), (SSD inside): -20°C to 70°C
3. Industrial (TI), (SSD inside): -40°C to 70°C

Raki:   10% to 90% (operation) 5% to 95% (storage)

MTTF > 100,000 hours*

Stærð:   10.8cm x 8.3cm x 2.4cm

Þyngd:   420gr

Ábyrgð:   5 ár

Stórhöfði 21, 110 RVK | 517 5020 | skjamynd@skjamynd.is

Hluti af Joroma hugbúnaðarhúsi | Kt: 640221-2160 | Vsk nr: 140439