Fundarkerfi
Fundarkerfi
Fundarkerfi hentar bæði stórum sem smáum fyrirtækjum sem annast resktur á fundarsölum. Þegar salur er pantaður er viðkomandi pöntun skráð inn í fundarkerfið með Skjánet hugbúnaðinum. Skráning getur farið fram hvort heldur sem er á borðtölvu, spjaldtölvu eða með snjall síma. Þegar fundardagurinn rennur upp sér skjákerfið um að birta viðburðinn á skjánum og lýkur birtingu þegar fundi er lokið.
Myndin hér að neðan sýnir dæmi um fundarskjái á Grand Hótel Reykjavík. Þar eru 3 stórir skjáir í gestamóttökunni sem sýna alla fundi dagsins í öllum fundarsölum. Litli skjárinn er síðan staðsettur fyrir utan viðkomandi fundarsal og birtir bara hvað fundur er næstur eða er í gangi í þessum sal í augnablikinu.
- Stóri skjárinn sýnir nafn fundarhaldara, fundarsal, fundartíma og örvar sem sýna hvert skal stefna til að finna salinn.
- Einnig er hægt að birta logo fyrir hvern fundarhaldara.
- Kerfið passar upp á að fundarsalur sé ekki tvíbókaður.
- Ef fleiri fundir eru skráðir en skjárinn ræður við, þá byrjar hann sjálfvirkt að skipta á milli fleiri skjámynda, þannig að fjöldi funda fyrir kerfið er ótakmarkaður.
- Kerfið er miðað við að skráning fari fram með Skjánet innskriftarkerfinu, en einnig er hægt að nota Google Calander til að skrá fundi.
- Bakgrunnsmynd er hönnuð samkvæmt ósk skjáeiganda.
Sýnishorn af fundarskjám
Hluti af Joroma hugbúnaðarhúsi | Kt: 640221-2160 | Vsk nr: 140439