Matsölustaðir

Skjámynd fyrir Veitingastaði

 

Skjámynd býður veitingastöðum einfalda og árangursríka leið til að sýna matseðla og tilboð með skjábirtingu. Hugbúnaðurinn okkar er hannaður til að auðvelda stjórnun og birtingu upplýsinga á áhrifaríkan hátt, svo þú getur einbeitt þér að því sem skiptir máli.

Hótel upplýsingaskjár

Matseðilinn verður girnilegri

Skjámynd skjáir eru hannaðir til að auka sýnileika og draga athygli viðskiptavina að myndefninu. Með háupplausnar skjám og skörpum myndum geturðu sýnt bæði matseðla og auglýsingar á áhrifaríkan hátt.

    • Matseðlar sem fanga athygli : Með lifandi myndum og myndböndum á skjáum getur þú tryggt að viðskiptavinir taki eftir matseðlinum. Skjámynd leyfir þér að sýna matseðla á sjónrænan og áhugaverðan hátt, sem eykur líkurnar á að viðskiptavinir velji rétti af matseðlinum.
    • Auglýsingar og myndbönd: Með Skjámynd geturðu sýnt auglýsingar, kynningarmyndbönd og sérstök tilboð sem fanga athygli viðskiptavina. Myndbönd hafa einstaka hæfni til að vekja áhuga og halda honum, sem stuðlar að aukinni sölu og ánægðari viðskiptavinum.
    • Öflug skjábirting: Skjáirnir okkar eru ekki bara flottir – þeir eru einnig öflugir og áreiðanlegir. Þeir virka fullkomlega fyrir bæði myndbönd og myndir og tryggja að öll upplýsingagjöf sé skýr og greinileg.
    • Hágæða skjáir með innbyggðu Android stýrikerfi: Skjáirnir okkar eru útbúnir  innbyggðum Android tölvum og aðgangi að Google Play Store. Þú getur hlaðið niður Skjámynd appinu beint á skjáinn og byrjað að stjórna efninu frá hvaða tæki sem er með vafra. Það er engin þörf á viðbótar tölvum eða búnaði. Þetta einfaldar uppsetningu, sparar pláss og tryggir að skjákerfið virki eins og það á að gera, frá fyrstu notkun.

 

 

 Má bjóða þér kynningu ?

Ef þú vilt fá nánari upplýsingar eða kynningu á vöruframboði okkar, hafðu þá samband við okkur í spjalli í síma 517-5020 eða með tölvupósti á skjamynd@skjamynd.is

Við gefum okkur tíma til að fara yfir málin með þér og kynna þá þjónustu og vöruframboð sem við höfum uppá að bjóða.

Hótel upplýsingaskjár
Stórhöfði 21, 110 RVK | 517 5020 | skjamynd@skjamynd.is

Hluti af Joroma hugbúnaðarhúsi | Kt: 640221-2160 | Vsk nr: 140439