Skjákerfi

Skjánet - Hugbúnaður

Íslenskur hugbúnaður fyrir skjákerfi
Við köllum hugbúnaðinn SKJÁNET, sem segir til um að þetta er hugbúnaður sem tengir ótakmarkaðan fjölda skjáa um tölvunet (Internetið) við eina stjórntölvu. Þegar skjárinn þinn er tengdur Skjánetinu þá getur þú með fartölvu, spjaldtölvu eða síma uppfært efni (texta, myndir) á skjánum þínum hvar sem hann er staðsettur og hvar sem þú ert staðsett/ur.
 

Við bjóðum 4 mismunandi útfærslur af skjákerfum:

Upplýsingakerfi

Upplýsingakerfi Skjánetsins er fullkomnasta skjákerfið.
Það birtir ljósmyndir, textatilkynningar og video á skjánum. Einnig sækir það margvíslegar upplýsingar frá Internetinu á sjálfvirkan hátt. Einföld innskráning með birtingartíma.

Fundarkerfi

Hvort sem um er að ræða einn eða fleiri fundarsali þá hentar fundarkerfi Skjánetsins vel.
Einföld innskráning með birtingartíma sem sér um að fundirnir birtist á skjánum á réttum tímum.

Námskeiðskerfi

Námaskeiðskerfi Skjánetsins hentar öllum skólum og námskeiðshöldurum. Námskeiðskerfið þekkir stundarskrána og birtir hana á skjánum á réttum tímum.

Auglýsingakerfi

Auglýsingakerfið hentar vel hótelum, verslunum o.fl. fyrir- tækjum sem þurfa að vekja athygli á vöru eða viðburðum.
Einföld innskráning með tímasetningu birtingar á skjá.

Hvernig virkar Skjánet?

 • Þú notar tölvuna  þína, spjaldtölvu eða síma til að færa efni inn á skjákerfið.
 • Þú tímasetur hvenær birting efnis á að hefjast og
  hvenær birting efnis á að enda.
 • Hugbúnaðurinn sér um að sýna á skjánum
  fundi eða námskeið á réttum tímum.
 • Skjánetið getur annast birtingu efnis á skjánum
  á skjálfvirkan hátt frá Internetinu t.d.
  veðurspá, fréttir, tímatöflur o.m.fl.
 • Eigandi skjásins uppfærir sjálfur efnið á skjánum.
  Vinnsluviðmót er mjög aðgengilegt fyrir þann sem uppfærir skjáinn.
  Allt á íslensku og notkun lærist á 5 mínútum.
 • Hægt er að velja um staðlað útlit skjámyndar eða
  sérhannað útlit fyrir fyrirtækið þitt.
 • Hugbúnaðurinn vinnur með háskerpu myndupplausn (allt upp í 4K).

Leigan

Aðgangur að Skjánetinu er seldur í mánaðarlegri leigu.
Innifalið í leigunni er:

 • Allur hugbúnaður bæði á netþjóni Skjámyndar og í smátölvu (sem er staðsett við hvern skjá).
 • Hýsing á öllu efni: texta, ljósmyndum og videoefni.
 • Öll þjónusta við hugbúnaðinn.
 • Allar nýjar uppfærslur sem koma á hugbúnaðinn á leigutímanum.

Tækjabúnaður

Hvaða tækjabúnað þarf til að tengjast Skjánetinu?

 • Skjár (LED eða OLED / Full HD eða 4K).
 • Smátölva.

Skjámynd bíður upp á þrjá verðpakka

*Innifalið stofnkostnaði er útlitshönnun og uppsetning á hugbúnaði bæði á netþjóni og smátölvu.

Pakki 5 Gagnvirkt snertiskjákerfi – Gagnvirk snertiskjákerfi eru alltaf undin samkvæmt tilboði.

Aðilar sem nota Skjánetið reka margvíslega starfsemi.

Spurt og svarað

Hvað kostar smátölva fyrir skjákerfi?

Verð á smátölvunni er háð því hvað á að sýna á skjánum.
Ódýrast tölvan kostar 48.975 kr.+vsk og sú dýrasta kostar 121.300 kr. +vsk.
Ódýra tölvan er nægjanleg fyrir alla fundarskjái og auglýsingaskjái. Dýrasta tölvan er fyrir
fullkomnustu Upplýsingaskjái og getur reyndar stýrt tveimur slíkum skjám. En svo eru líka
fleiri milliverð sem ef til vill gætu passað þér.

Get ég notað gamla turntölvu sem ég á fyrir skjákerfi?

Ef til vill getur þú það. Tölvan þarf að keyra Windows7 eða nýrra stýrikerfi og vera í góðu
lagi. Best er af þú getur sjálfur sett upp tölvuna, það eru nokkrar stillingar sem þarf að
framkvæma sem við getum gefið þér forskrift af. Skjámynd tekur þessa vinnu einnig að sér í
tímavinnu. Það má passa sig á að kostnaðurinn við uppsetningu verði ekki svipaður eða meiri
en ný smátölva.
Smátölvurnar eru með Windows 10 Embedded stýrikerfinu sem hentar sérstaklega vel í þetta
verkefni því að það gefur aldrei aðvörunarglugga upp á skjáinn eins og t.d.vegna nýrrar
uppfærslu á hugbúnaði o.fl.

Hvað er langur afgreiðslutími á skjákerfi?

Afgreiðslutíminn er 2-3 vikur frá pöntunardegi.

Hvað kostar að hafa bæði Upplýsingakerfi og Fundarkerfi?

Sum fyrirtæki eru bæði með Upplýsingkerfi og Fundarkerfi á sama skjánum. Þá kostar það
lítið meira en eitt kerfi, eða 18.866 kr.mán.+vsk. og stofnkostnaður er sami og fyrir eitt kerfi
þ.e. 88.000 kr.+vsk. Þetta er ágæt lausn þar sem ekki er miki um fundi.
Ef Upplýsingkerfið og Fundarkerfið er á sitt hvorum skjánum þá kostar það 21.366
kr.mán.+vsk. og stofnkostnaður er þá 124.000 kr.+vsk.

Get ég notað WiFi, þráðlaust internetsamband fyrir skjátölvu?

Já það er í góðu lagi. Þá þarf einungis að leggja raflögn til tölvunnar.

Hvað þarf að athuga við skjákaup?

Skjárinn þarf að hafa myndupplausn 1920×1080 punkta, vera af LED eða OLED tegund. Stærð
skjásins þarf að velja eftir aðstæðum þar sem hann á að vera.

Hafa samband

Sími: 561-3233
Email: skjamynd@skjamynd.is

 

Opnunartímar

Alla daga milli kl. 14-18
 

Skjámynd ehf

Skjámynd ehf
Kt. 650501-3570

Heimilsfang:
Eiðistorgi 13, 170 Seltjarnarnes